Þeim fjölmörgu sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni 2011 með því að hlaupa og safna áheitum og heita á hlaupara í þágu nýrnasjúkra barna, færum við innilegar þakkir. Það þarf ekki að orðlengja það hversu mikill styrkur það er fyrir félagið að fá svona góðar undirtektir.
Í fyrsta sinn gerðist það einnig nú að hópur fyrirtækis valdi Félag nýrnasjúkra til þess að hlaupa fyrir. Það var 10 manna hópur Álversins í Straumsvík.
Af öllum þessum afrekum er afrek Huldu Birnu Blöndal þó stærst. Hulda Birna er í blóðskilun en hljóp engu að síður 10 km. Þrátt fyrir ítrekaða leit, hérlendis og erlendis, hefur okkur ekki tekist að finna neinn annan sem hefur leikið þetta eftir. Margir vinna stóra sigra eftir að hafa fengið ígrætt nýra og við eigum meira að segja okkar Járnkarl, Oddgeir Gylfason tannlækni.