Stjórnarfundur Nýrnafélagsins verður þann 10. maí næstkomandi að Hátúni 10, kl. 18.00

Venjuleg aðalfundarstörf.

Allir skuldlausir félagar við Nýrnafélagið eiga rétt á setu á fundinum og eru hvattir til að mæta.

Neðangreindar lagabreytingar verða lagðar fyrir fundinn og hvetur stjórn félaga til að kynna sér þær.

Lagabreytingar á aðalfundir 2020

 

Hvert eiga þeir sem eru með ígrætt nýra að snúa sér þegar þeir greinast með Covid

Félagið sendi fyrirspurn á Má Kristjánsson yfirmanni Covid göndudeildar  um mikla fjölgun  Covid smita og sérstaklega hvað varðar  ónæmisbælda sem eru í meiri áhættu en aðrir. Sjá eftirfarnandi svör frá Má:

Varðandi fyrirspurn sem snýr að COVID-19 göngudeild er það ósk okkar að einstaklingar með ígrætt nýra sem hafa greinst  með Covid-19 t.d. á heimaprófi eða hraðprófi snúi sér til göngudeilda nýraígræðslu. Göngudeild nýraígræðslu hafur milligöngu um að koma einstaklingum ýmist beint til göngudeildar COVID eða þau hlutast til um að tekið sé PCR. Þegar það er jákvætt fær viðkomandi skilaboð um Heilsuveru þar sem einkenna spurningum er svarað. Sjúklingar með ígræði koma þá fram á lista sem verður tilefni símtals frá göngudeild COVID-19.

Eftir mat starfsmanns göngudeildar Covid-19 getur verið að einstakling sé boðin skoðun og íhlutandi meðferð.  Slíkt byggir á mati viðkomandi læknis.

Helsta íhlutun núna er gjöf lyfsins Remdesivir sem dregur úr líkum á alvarlegum veikindum. Sértæk mótefni sem áður voru gefin (Sotrovimab) duga ekki á þau afbrigði sem geysa nú.

 

Umsóknir í styrktarsjóð Nýrnafélagsins

Nýrnafélagið vekur athygli á að umsóknarfrestur í styrktarsjóð Nýrnafélagsins rennur út
þann 20. september næstkomandi.
Sótt er um á heimasíðu félagsins, nyra.is, um félagið, umsókn í styrktarsjóð.
Allar upplýsingar í síma félagsins 570 7805.

Ætlað samþykki til líffæragjafar, opið hús, kl. 17

Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður kemur í heimsókn til skrafs og ráðagerða um frumvarp hennar um ætlað samþykki til líffæragjafar. Allir velkomnir.

Reykjavíkurmaraþon og kraftakonan Hulda Birna!

Þeim fjölmörgu sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni 2011 með því að hlaupa og safna áheitum og heita á hlaupara í þágu nýrnasjúkra barna, færum við innilegar þakkir. Það þarf ekki að orðlengja það hversu mikill styrkur það er fyrir félagið að fá svona góðar undirtektir.

Í fyrsta sinn gerðist það einnig nú að hópur fyrirtækis valdi Félag nýrnasjúkra til þess að hlaupa fyrir. Það var 10 manna hópur Álversins í Straumsvík.

Af öllum þessum afrekum er afrek Huldu Birnu Blöndal þó stærst. Hulda Birna er í blóðskilun en hljóp engu að síður 10 km. Þrátt fyrir ítrekaða leit, hérlendis og erlendis, hefur okkur ekki tekist að finna neinn annan sem hefur leikið þetta eftir. Margir vinna stóra sigra eftir að hafa fengið ígrætt nýra og við eigum meira að segja okkar Járnkarl, Oddgeir Gylfason tannlækni. 

Ómetanlegur styrkur

Edda Svavars eins og hún var ævinlega kölluð er látin 75 ára að aldri. Hún fæddist 1. janúar 1936 og lést 29. júní 2011. Edda var einn af stofnfélögum Félags nýrnasjúkra. Edda hét fullu nafni Edda Sigrún Svavarsdóttir var Vestmannaeyingur og þar bjó hún alla ævi. Efirlifandi eiginmaður Eddu er Garðar Gíslason. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: Svavar, Gísli Þór, Eggert, Sigríður, Lára Ósk og Garðar Rúnar. Edda og Garðar stofnuðu fyrirtækið Vélaverkstæðið Þór ásamt öðrum og þar vann Edda á meðan heilsan leyfði. 

Þegar Edda lést bentu eftirlifandi ástvinir hennar þeim sem vildu minnast hennar á Styrktar- og minningarsjóð félagsins. Einnig gáfu þeir tvær milljónir króna í sjóðinn til minningar um Eddu. Fénu verður varið í samræmi við óskir gefenda. 

Stjórn félagsins þakkar ómetanlegan stuðning.

MÁLÞING

Félag nýrnasjúkra hélt málþing á Grand hóteli 10. mars 2011 á Alþjóðlega nýrnadeginum. Þar héldu þrír sérfræðingar, hver á sínu sviði, ákaflega fróðleg erindi. Það voru þau Magnea B. Jónsdóttir sálfræðingur, Viðar Eðvarðsson barnalæknir og sérfræðingur í nýrnasjúkdómum barna og Runólfur Pálsson yfirlæknir nýrnalækninga. Fjölmennt var á málþinginu og mætti bæði fagfólk sem sinnir nýrnasjúkum, börnum og öldruðum. Ekki létu félagsmenn sig heldur vanta. Þegar fróðleikurinn hafði verið innbyrtur var haldið í annan sal þar sem kaffihlaðborð beið gestanna og þar söng Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona. Þetta var mikill hátíðisdagur. Erindin verða birt í afmælsiblaði félagsins sem er í prentun.