MÁLÞING

Félag nýrnasjúkra hélt málþing á Grand hóteli 10. mars 2011 á Alþjóðlega nýrnadeginum. Þar héldu þrír sérfræðingar, hver á sínu sviði, ákaflega fróðleg erindi. Það voru þau Magnea B. Jónsdóttir sálfræðingur, Viðar Eðvarðsson barnalæknir og sérfræðingur í nýrnasjúkdómum barna og Runólfur Pálsson yfirlæknir nýrnalækninga. Fjölmennt var á málþinginu og mætti bæði fagfólk sem sinnir nýrnasjúkum, börnum og öldruðum. Ekki létu félagsmenn sig heldur vanta. Þegar fróðleikurinn hafði verið innbyrtur var haldið í annan sal þar sem kaffihlaðborð beið gestanna og þar söng Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona. Þetta var mikill hátíðisdagur. Erindin verða birt í afmælsiblaði félagsins sem er í prentun.