Hvert eiga þeir sem eru með ígrætt nýra að snúa sér þegar þeir greinast með Covid

Félagið sendi fyrirspurn á Má Kristjánsson yfirmanni Covid göndudeildar  um mikla fjölgun  Covid smita og sérstaklega hvað varðar  ónæmisbælda sem eru í meiri áhættu en aðrir. Sjá eftirfarnandi svör frá Má:

Varðandi fyrirspurn sem snýr að COVID-19 göngudeild er það ósk okkar að einstaklingar með ígrætt nýra sem hafa greinst  með Covid-19 t.d. á heimaprófi eða hraðprófi snúi sér til göngudeilda nýraígræðslu. Göngudeild nýraígræðslu hafur milligöngu um að koma einstaklingum ýmist beint til göngudeildar COVID eða þau hlutast til um að tekið sé PCR. Þegar það er jákvætt fær viðkomandi skilaboð um Heilsuveru þar sem einkenna spurningum er svarað. Sjúklingar með ígræði koma þá fram á lista sem verður tilefni símtals frá göngudeild COVID-19.

Eftir mat starfsmanns göngudeildar Covid-19 getur verið að einstakling sé boðin skoðun og íhlutandi meðferð.  Slíkt byggir á mati viðkomandi læknis.

Helsta íhlutun núna er gjöf lyfsins Remdesivir sem dregur úr líkum á alvarlegum veikindum. Sértæk mótefni sem áður voru gefin (Sotrovimab) duga ekki á þau afbrigði sem geysa nú.