Áhrif veirunnar á nýraþega á ónæmisbælandi lyfjum

Nýrnafélagið spurði Margréti Birnu Andrésd. yfirlækni út í afleiðingar smits af Covid á nýraþega á ónæmisbæalandi lyfjum og eftirfarandi er svar frá henni:
Frá áramótum hafa margir nýraþegar fengið veiruna og flestir sem ég hef talað við hafa sýkst af öðrum á heimilinu eða af nánum ættingjum. Veikindi hafa almennt verið væg, en þó hafa einstaka þurft að leggjast inn. Enginn þó á gjörgæslu. Það eru engar birtar rannsóknir til sem bera saman veikindi og afdrif líffæraþega af völdum omicron í samanburði við fyrri afbrigði.
Eins og Már á Covid göngudeildinni benti á, virka mótefni ekki gegn omicron afbrigðinu, en stundum er ástæða til að gefa veirulyfið Remdesivir. Þetta er gert í samráði við lækna á Covid göngudeild.