Ómetanlegur styrkur

Edda Svavars eins og hún var ævinlega kölluð er látin 75 ára að aldri. Hún fæddist 1. janúar 1936 og lést 29. júní 2011. Edda var einn af stofnfélögum Félags nýrnasjúkra. Edda hét fullu nafni Edda Sigrún Svavarsdóttir var Vestmannaeyingur og þar bjó hún alla ævi. Efirlifandi eiginmaður Eddu er Garðar Gíslason. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: Svavar, Gísli Þór, Eggert, Sigríður, Lára Ósk og Garðar Rúnar. Edda og Garðar stofnuðu fyrirtækið Vélaverkstæðið Þór ásamt öðrum og þar vann Edda á meðan heilsan leyfði. 

Þegar Edda lést bentu eftirlifandi ástvinir hennar þeim sem vildu minnast hennar á Styrktar- og minningarsjóð félagsins. Einnig gáfu þeir tvær milljónir króna í sjóðinn til minningar um Eddu. Fénu verður varið í samræmi við óskir gefenda. 

Stjórn félagsins þakkar ómetanlegan stuðning.