OPIÐ HÚS Á ÞRIÐJUDÖGUM

Ákveðið hefur verið að hafa opið hús á þriðjudögum frá klukkan 17 – 19 í húsnæði Þjónustuseturs líknarfélaga á 9. hæð í Hátúni 10b þar sem félagið hefur aðstöðu. 

Þangað eru allir félagar velkomnir í notalegt spjall sem og þeir sem vilja kynnast starfi félagsins. Ekki síst beinum við orðum okkar til þeirra sem nýlega hafa greinst með nýrnasjúkdóm eða eru að bíða eftir ígræðslu. 

Heitt á könnunni.

Fyrsta opna húsið verður þriðjudaginn 16. ágúst nk.