Nýr framkvæmdastjóri félagsins

Í gær 21. febrúar skrifaði stjórn félagsins undir ráðningasamning við Vilhjálm Þór Þórisson sem tekur við framkvæmdastjórastöðu hjá Félagi nýrnasjúkra frá og með 1. mars n.k. Félagið býður Vilhjálm hjartanlega velkominn til starfa og væntir mikils af honum.

Einkar fróðlegt á opnu húsi

 Við fengum mjög góðan gest á opna húsinu í gær. Ólafur Skúli Indriðason læknir kom og ræddi ýmis mál við hópinn í góðu spjalli. Hann sagði okkur frá því hvernig nýrnasjúkdómar uppgötvast oftast. Hann greindi frá ýmsum nýjungum sem voru kynntar á ráðstefnu sem hann sótti nýlega. Bæði lyf og ný tæki. Hann sagði einnig frá ákaflega áhugaverðum rannsóknum sem hafa verið birtar nýlega. Hann gaf okkur margvísleg góð ráð og svaraði fjölda spurninga. Við vorum sannalega ánægð og nokkuð fróðari að loknum þessum fundi.

Ólafur Skúli læknir kemur í spjall

Opið hús þriðjudaginn 7. febrúarkl. 17:00 – 19:00 Í Hátúni 10 Rvk.
Ólafur Skúli Indriðason læknir kemur og spjallar
við okkur um nýrnasjúkdóma og ýmislegt sem fylgir
þeim veikindum.
Allir eru velkomnir

Nýtt fréttabréf er á leiðinni

Fréttabréf félagsins er komið í dreifingu og ætti nú að berast félagsmönnum. Fréttabréfið má auðvitað einnig lesa hér á heimasíðu félagsins undir textanum fréttabréf, þar er einnig að finna eldri fréttabréf.

Félagið leitar nýs starfsmanns

Félagið leitar nýs starfsmanns. 
Í lok febrúar lætur hún Kristín okkar  af störfum fyrir félagið. Hún vill fara á eftirlaun. Þrátt fyrir  hvatningu stjórnarmanna um að halda frekar áfram vinnu fyrir félagið er  hún staðföst í þessu. 
Stjórn Félags nýrnasjúkra er því í þeim vandasömu sporum að leita að nýjum starfsmanni.  
Kristín hefur verið framkvæmdastjóri félagsins í 5 ár og hefur verið í  40% starfi þann tíma. Skrifstofa félagsins er opin miðvikudaga og  fimmtudaga og í raun hluta úr þriðjudeginum.
Stjórnin hefur ákveðið að leita til félagsmanna eftir ábendingum um góðan starfsmann sem væri fær og tilbúinn að taka að sér starfið. Það er kostur að hafa góða innsýn í vanda nýrnasjúkra. Félagið er með heimasíðu og facebook. Afla þarf félaginu tekna með því að sækja um styrki og vaka yfir þeim. Skrifa fréttabréf og umsagnir til stjórnvalda, svara bréfum og símtölum, undirbúa fundi, skrifa fundagerðir, sjá um fjármál og borga reikninga o.fl. o.fl. Umsóknir eða ábendingar sendist á nyra@nyra.is

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár

Gleðileg Jól – Skrifstofan yfir jólin

Gleðileg Jól kæru vinir,
Skrifstofa félagsins verður lokuð frá og með 21. desember til og með 29. desember. Ekki verður opið hús 3. janúar en skrifstofan opin eins og venjulega 4. janúar. Við óskum ykkur öllum farsæls komandi árs.

JÓLIN KOMA!

Sameiginlegur jólafundur Samtaka sykursjúkra og Félags nýrnasjúkra verður haldinn fimmtudaginn 1.desember næstkomandi kl.20 á Grand Hótel, í sal sem heitir Gullteigur B.

Dagskrá:
Hugvekja, Jóhann Björnsson formaður Siðmenntar
Upplestur, Davíð L Sigurðsson les úr nýútkominni bók sinni „Ljósin á Dettifossi“
Tónlist, Mjöll Hólm og félagar halda uppi fjörinu

Kaffiveitingar

Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti, eigum saman huggulega stund í aðdraganda jólanna.

Jólin koma

Mikilvægi þess að tilkynna aukaverkanir lyfja

Félagið hefur verið beðið um  að dreifa eftirfarandi bréfi:
Sæl öll,
Um þessar mundir tekur Lyfjastofnun þátt í sam-evrópsku átaki um að vekja athygli almennings og heilbrigðisstarfsfólks á mikilvægi þess að tilkynna aukaverkanir af völdum lyfja til lyfjayfirvalda.

Meginskilaboðin eru: Aukaverkanatilkynningar auka öryggi lyfja og með því að tilkynna getur þú hjálpað sjálfum þér og öðrum sem þurfa á lyfjameðferð að halda.

Við leitum nú til ykkar í þeirri von um að þið getið hjálpað okkur að dreifa boðskapnum, t.d. á vef ykkar, samfélagsmiðlum eða með tölvupósti eða á innra neti.

-Facebook-síða Lyfjastofnunar: http://www.facebook.com/lyfjastofnun/
-Lyfjastofnun á Twitter: http://twitter.com/Lyfjastofnun
-Myndband okkar á Youtube um aukaverkanatilkynningar: http://bit.ly/2eED6gf
-Góð ráð á vef okkar um hvernig á að tilkynna aukaverkanir: http://bit.ly/2ewd8Zb

Út þessa viku munum við deila efni sem tengist aukaverkanatilkynningum á Facebook og Twitter. Ef þið getið og viljið hjálpa okkur að dreifa boðskapnum fyrir aukið öryggi lyfja yrðum við ykkur þakklát.

Ykkur er velkomið að hafa samband við mig ef það vakna spurningar varðandi þetta.

Bestu kveðjur,

Jana Rós Reynisdóttir, BSc Business
Deildarstjóri upplýsingadeildar
Head of Information Sector
Lyfjastofnun / Icelandic Medicines Agency
Vínlandsleið 14, IS-113 Reykjavík
Ísland / Iceland
Sími / Tel: +354 520 2100
Bréfasími / Fax: +354 561 2170
www.lyfjastofnun.is
Umhverfisvernd – ekki prenta þennan tölvupóst að óþörfu / Please don’t print this e-mail unless you really need to
Ábyrgð þín á tölvupósti / Your e-mail responsibilities: www.lyfjastofnun.is

Ljúft afmæli í roki og rigningu

Félag nýrnasjúkra fagnaði 30 ára afmæli sínu í gær 30. október  Við hlustuðum á tvö fróðleg erindi. Ólafur Skúli Indriðason fræddi okkur um þá þjónustu sem nýrnasjúkum býðst hér á landi og flutti félaginu heillaóskir frá Runólfi Pálssyni. Per Áke Zillén er höfundur góðrar bókar sem leiðbeinir nýrnaveikum hvernig efla má heilsu sína og halda aftur af framvindu nýrnabilunar. Félagið vinnur nú að útgáfu þeirar bókar. Per Áke kom í tilefni afmælisins. Hann flutti okkur fróðlegt erindi og fór yfir hvernig við þurfumm öll að taka ábyrgð á eigin heilsu og hvað við getum gert til að ná árangri í því. Erindin voru fróðleg og var gerður góður rómur að þeim.
Við nutum góðra veitinga og áttum góða stund saman.  Veður og erfið kosninganótt hjá sumum kanna að hafa dregið úr mætingu. Það var þó ljúft afmæli í roki og rigningu að lokinni stífri kosninganótt hjá sumum.