Aukin þjónusta við nýrnasjúklinga á SAK
Talsverður fjöldi fólks sem er búsettur á Norðausturlandi hefur hingað til þurft að fara suður yfir heiðar til að hitta nýrnalækni. Mánaðarlega má gera ráð fyrir því að 20-25 einstaklingar hafi þurft að ferðast suður í þeim erindagjörðum. Nú er formlega hafinn undirbúningur á því að framvegis munu nýrnalæknar frá Landspítalanum koma á SAK á sex vikna fresti, tvo daga í senn.
Foreldra- og barnahópur Nýrnafélagsins gengur í Umhyggju, félag langveikra barna
Fjölskyldu- og barnahópur Nýrnafélagsins er orðinn formlegur aðili að Umhyggju og nú hvetjum við alla forsjármenn nýrnaveikra barna að ganga í hópinn til að vinna að þessum málum innan félagsins.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Nýrnafélagsins í síma 5619244 eða á nyra@nyra.is
Að virkja heilunarmátt líkamans, örnámskeið 19. nóvember kl. 17:30 í Mannréttindahúsinu
Núna 19. nóvember kl. 17:30, stendur Nýrnafélagið fyrir örnámskeiði sem það nefnir “að virkja heilunarmátt líkamans”
Á þessu örnnámskeiði verður farið í aðferðir sem hver og einn getur tileinkað sér, hvar sem er og hvenær sem er, honum að kostnaðarlausu.
Einu útgjöldin eru að gefa sér smá tíma daglega og tileinka sér aðferðir sem farið er að nota um allan heim af fólki sem annt er um líkamlega-og andlega heilsu. Aðferðir sem sérfræðingar á tauga- og geðheilbrigðissviðinu hvetja til og nýta sér í sínum meðferðarúræðum.
Á þessu örnámskeiði verða kynntar og kenndar einfaldar öndunar- og hugleiðsluæfingar. Rétt öndun styrkir ónæmiskerfið, bætir svefn og eykur brennslu líkamans. Hugleiðsla er æfarfornt hugrænt meðferðform og leiðbeint verður um mismunandi aðferðir við að stunda hugleiðslu svo hver og einn á að geta fundið leið sem hentar honum.
Námskeiðsstjóri er Gunnhildur Heiða Axelsdóttir fjölskyldufræðingur.
Námskeið á vegum Kvan fyrir félaga á aldrinum 18 til 35 ára
Hægt er að skrá sig hjá Nýrnafleaginu, nyra@nyra.is eða á Kvan.is
Sunna Snædal ráðin yfirlæknir nýrnalækninga
Sunna Snædal Jónsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir nýrnalækninga.
Sunna lauk embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1999, sérfræðiréttindum í lyflækningum 2007 og sérfræðiréttindum í nýrnalækningum árið 2009 frá Svíþjóð. Sunna lauk doktorsprófi frá Karolinska Institutet árið 2016.
Hún starfaði sem kandidat á Landspítala 1999-2000, deildarlæknir frá 2000-2002 og hóf svo störf sem sérfræðingur í lyf- og nýrnalækningum árið 2012 eftir að hafa starfað í Svíþjóð í millitíðinni.
Sunna var formaður Vísindasiðanefndar í 4 ár og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan og utan Landspítala.