Það fækkar í stjórn félagsins

Það er eins gott að stjórnin hafði tvo varamenn því að nú hafa tveir tilkynnt að þeir sjái sér ekki fært að starfa með stjórninni. Það eru þau Vilhjálmur Þór Þórisson sem var aðalmaður og Ursula Irena Karlsdóttir sem var varamaður. Þeim er þakkað kærlega fyrir góð störf í þágu félagsins. Þau hafa þó ekki  yfirgefið félagið og verður gott að eiga þau að.