Reykjavíkur maraþon 2013

Laugardaginn 24. ágúst 2013 var haldið Reykjavíkur maraþon. Félag nýrnasjúkra stendur í mikilli þakkaskuld við það góða fólk sem hljóp til styrktar félaginu í hlaupinu. Í ár voru það 34 hlauparar sem hlupu fyrir okkur. Tveir hlupu heilt maraþon, átta hlupu hálft maraþon og 24 hlupu 10 km.  Þarna var frábært fólk á ýmsum aldri en hann Þorsteinn Magnússon maður Jórunnar var elstur okkar hlaupara 74 ára gamall. Einnig hlupu fyrir félagið læknarnir Runólfur, Ólafur og Hrefna . Það var sérstaklega vinsamlegt af þeim  (sjá einnig viðtal við Runólf  á mbl.is). Við þökkum öllum hlaupurum okkar kærlega fyrir.
Við viljum einnig þakka hjartanlega öllum sem veittu okkur stuðning með því að heita á hlauparana. Það er nú til þess sem leikurinn er gerður og mjög mikilvægt fyrir félagið. Áheitin voru 753 þús. kr. ef allt skilar sér, af því tekur Íslandsbanki 10%. Þetta er hærri upphæð en nokkru sinni fyrr.  Kærar þakkir.