Ályktun um lyflækningasvið Landspítala

Stjórn Félags nýrnasjúkra skorar á stjórnvöld að taka á vanda lyflækningasviðs Landspítala. Það hefur ekki farið fram hjá nýrnasjúkum hversu mjög álag hefur aukist á lækna og aðrar starfstéttir spítalans. Gríðarmikið og ómanneskjulegt álag heyrir ekki lengur til álagstoppa heldur er það viðvarandi ástand. Ástand sem bara versnar viku frá viku.  Læknar eru við það að kikna undan álaginu, fækkun þeirra eykur álagið á þá sem eftir eru og sérfræðingarnir geta ekki  lengur tekið við síauknu álagi. Enginn sækir um að starfa við þessar aðstæður.  Sama gildir um aðrar starfstéttir spítalans.Nýrnasjúkir óttast að ef ekki verður fundin varanleg lausn á þessum vanda á allra næstu dögum munum við verða fyrir óbætanlegu tjóni á heilbrigðiskerfi okkar. Þeir læknar sem ekki  forða sér úr landi hljóti að brenna upp í starfi og/eða ganga frá heilsu sinni. Hvar stöndum við þá? 
Það má ekki  eyðileggja lyflækningasvið Landspítala.  Við fögnum þeim fyrstu skrefum sem nú hafa verið boðuð og vonum að þau gangi eftir, en það verður að ganga alla leið og leysa þennan vanda varanlega.