Vorferð félagsins

Vorferð félagsins

Laugardaginn 16. maí n.k. býður Félag nýrnasjúkra félagsmönnum í vorferð

Lagt verður af stað kl. 10:00 frá Hátúni 10 b. Rvk. Farastjóri, bílstjóri og leiðsögumaður er Elías Einarsson.
Farið um Hvalfjörð þar sem margt er að skoða og fræðast um. Hallgrímskirkja í Saurbæ verður heimsótt og farið síðan um Dragann, yfir Hestháls að Tröllafossum í Grímsá. Hádegismatur er borðaður í Fossatúni (Nýbakað brauð með smjöri. Lambalæri með öllu tilheyrandi og hjónabandssæla með  rjóma, kaffi/te). Síðan verður ekið að Þingvöllum og litast þar um og komið í bæinn um kl. 16.
Ferðin og maturinn eru í boði félagsins. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku á nyra@nyra.is eða í síma 561 9244. fyrir 13. maí.