Stjórnarfundur

Stjórnarfundur verður haldinn þriðjudaginn 15. nóvember að Hatúni 10 og á Teams, klukkan 17:15. Aðeins fyrir stjórn Nýrnafélagsins.

Spjallfundur fyrir maka nýrnasjúkra 22. nóvember kl. 17:00, að Hátúni 10

Silfurberg Hörpu Silfurberg Harpa, Reykjavík, Iceland

Nú ætlar Nýrnafélagið að taka aftur upp spjallfundina um hin ýmsu málefni hverju sinni. Þessi fundur verður helgaður mökum nýrnasjúkra og er vettvangurinn ætlaður til að makar nýrnasjúkra geti borið saman sína líðan, reynslu og upplifanir. Allir velkomnir.

Málþing heilbrigðishóps ÖBÍ um aukagjöld í heilbrigðisþjónustu á Grand hótel

Markmiðið með málþinginu er að draga fram raunverulega stöðu heilbrigðisþjónustu. Hún hefur lengi einkennst af samningsleysi við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara. Það veldur því að einstaklingar neyðast til að standa straum af töluverðum kostnaði vegna aukagjalda og -kostnaðar og biðlistar hafa lengst. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar: https://fb.me/e/2VLNBCoDr Ávarp heilbrigðisráðherra Sjúkratryggingar Íslands Læknafélag Reykjavíkur […]

Jólafundur

Jólafundur verður haldinn að Hátúni 10, þann 13. desember næstkomandi. Takið daginn frá, þar verður gleði, grín og gaman.

Samráðsþing öllum opið um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Þann 16. febrúar nk. fer fram viðamikið samráðsþing í Hörpu sem öllum er boðið að taka þátt í. Um er að ræða samráðsþing um landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þingið er opið öllum og þátttaka gjaldfrjáls. Gestir skrá þátttöku sína á vefnum, sjá tengil á vef frn.is. Dagskráin fylgir […]

Aðalfundur Nýrnafélagsins verður 11. apríl kl. 17:30

Elliðaárdal Elliðaárdalur, Reykjavík, Iceland

Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 4. greín laga félagsins. Allir félagar sem hafa greitt félagsgjald hafa atkvæðarétt. Undir liðnum önnur mál verða tillögur um að stofna hópa og nefndir innan félagsins ræddar. Komið hefur upp sú hugmynd að stofna gönguhóp og hóp félaga sem heimsækir fólk á blóðskilunardeildunum út um allt land. En komið hefur í ljós […]

Réttindaganga 1. maí undir merkjum ÖBÍ, farið verður frá Skólavörðuholti.

Skólavörðuholt Skólavörðuholt, Reykjavík, Iceland

Kæru félagar. Tökum þátt í réttindagöngunni 1. mai. Farið verður frá Skólavörðuholti og að göngu lokinni munu rútur flytja göngufólk aftur að Skólavörðuholti eða beint að Sigtúni 42 þar sem veglegt kaffihlaðborð bíður okkar. Nýtum samstöðuna, verum áberandi fyrir réttindabaráttu allra langveikra. Gleðilegt sumar.