Við leitum stuðnings ykkar
Markmið Félags nýrnasjúkra er að styðja og styrkja nýrnasjúka og aðstandendur þeirra með ráðum og dáð. Meðal annars með því að gefa tæki á skilunardeild Landspítalans.
Engin meðferð er til sem læknar skemmd og óstarfhæf nýru. Blóðskilun er mikilvæg meðferð við nýrnabilun á lokastigi. Sá sem er í slíkri meðferð þarf að mæta í skilun þrisvar í viku og tekur meðferðin 4-5 klukkustundir í senn. Nú eru um 70 manns í blóðskilun. Þessi þjónusta hefur einungis verið í boði hér á landi á Landspítalanum við Hringbraut.
Nú á LOKSINS að opna blóðskilunardeildir utan Reykjavíkur, á Akureyri og Selfossi. Landspítali mun bera ábyrgð á þessum deildum.
Stærsta verkefni Félags nýrnasjúkra á þessu ári er söfnun fyrir kaupum á
VATNSHREINSITÆKJUM (við blóðskilunarvélar), 3 stk.
Vatnshreinsivélarnar eru nauðsynlegar við blóðskilunarvélarnar og forsenda þess að hægt verði að opna þessar nýju deildir. Tækin kostar kringum tvær milljónir hvert, eftir því hvernig stendur á gengi krónunnar. Landspítalann vantar þrjár svona vélar, þannig er þetta eru sex milljónir. Það eru miklir peningar fyrir Félag nýrnasjúkra.
Þessi tæki er gríðarlega mikilvægt til að ná því markmiði að þessi þjónusta verði boðin nær heimilum sjúklinga og að nýrnasjúkir í blóðskilun eigi kost á að ferðast innanlands.
Öll framlög skipta máli og skila okkur áleiðis að því marki að koma tækunum sem fyrst í notkun á hinum nýju skilunardeildum á Akureyri og Selfossi.
Söfnunarreikningur okkar er: 0334 – 26 – 001558 og kennitala: 670387-1279