Unglingar úr Valhúsaskóla gefa félaginu

Í dag 29. maí afhendtu unglingar í Valhúsaskóla, Félagi nýrnasjúkra kr. 230.000.- að gjöf. Peningunum höfðu þau aflað með tveimur leiksýningum sem þau héldu í vetur. Gjöfin er félaginu mikils virði og kemur sér vel. Það er þó ekki síður mikils virði að njóta slíks skilnings og velvildar þessara ungmenna. Gjöfin var afhent við formlega athöfn og var fjölmenni viðstatt. Björn varaformaður og Kristín fóru og tóku við gjöfinni sem var fomlega afhent með stóru spjaldi þar sem þau höfðu öll skrifað nöfn sín á bakliðina. Þau fengu í staðin þakkarspjald frá félaginu. Kristín þakkaði þeim með nokkrum orðum fyrir ómetanlega gjöf.