Færslur

Fréttabréf Nýrnafélagsins í ágúst 2023









*|MC:SUBJECT|*







Nýrað

Fréttabréf í ágúst 2023

Skemmtileg saga úr Reykjavíkur maraþoninu sem tengist Nýrnafélaginu
 

Fyrsti hlauparinn sem skráði sig í hlaupið í ár og valdi Nýrnafélagið sem áheitafélag er hún Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir. En þau tíðindi voru að berast að hún  væri barnshafandi og þyrfti að hætta við að taka þátt í maraþoninu.
Nýrnafélagið gleðst svo sannarlega með henni en fjölskylda Hrafnhildar gerir það ekki endasleppt. Verðandi afi barnsins Runólfur Pálsson nýrnalæknir ætlar að hlaupa í staðinn fyrir dóttur sína.
Takk Hrafnhildur og gangi þér allt í haginn með litla krílið og takk Runólfur fyrir að standa enn einu sinni með Nýrnafélaginu og hlaupa til styrktar því.

Kæru félagar
Ágúst er runninn upp sem þýðir margar útihátíðir og viðburðir. Sú sem ber hæst fyrir Nýrnafélagið er Reykjavíkur maraþonið. Fræknir hlauparar hlaupa fyrir félagið eins og þið sjáið hér fyrir ofan. Þeir sem ekki geta hlaupið geta heitið á þá og sýnt virðingu sína í verki með því.
Skemmtileg stemning skapast alltaf þegar verið er að hvetja hlauparana í maraþoninu sjálfu.
Við viljum endilega að fleiri fái að upplifa þessa skemmtun með því að koma með okkur á laugardaginn til að hvetja. Þið getið haft samband við skrifstofuna á nyra@nyra.is.
Nú fer að líða að þingi ÖBÍ sem verður í október og munu þrír aðilar mæta þar úr félaginu og geta allir boðið sig fram í það. Einnig eru stjórnarstöður lausar innana ÖBÍ og hvet ég félaga til að gefa kost á sér í þetta gefandi starf. Ég er sjálf í stjórn ÖBÍ og tel ég að það hafi gert Nýrnafélaginu mjög gott að hafa þarna aðila í stjórn. 
Nýrnaféaginu ber auðvitað skylda til að taka þátt í starfi ÖBÍ þar sem það er eitt af aðildarfélögunum og nýtur góðs af frábæra starfi þeirra. Nýrnafélagið væri ekki til ef að ÖBÍ nyti ekki við.
Einnig vantar fólk í málefnahópa ÖBÍ, en þeir eru sex talsins: Aðgengishópur, atvinnu- og menntahópur, barnamálahópur, heilbrigðishópur, húsnæðishópur og kjarahópur. 
Samkvæmt nýjum lögum ÖBÍ er eitt af skilyrðunum fyrir styrkveitingu frá ÖBÍ að félagið tilnefndi félaga í málefnahópana. Sjá hér lagaákvæðið:,, Félagið hafi tilnefnt fulltrúa til setu í málefnahópum ÖBÍ á síðustu tveim árum í samræmi við félagafjölda“.
Kæru félagar það er löngu komið að Nýrnafélaginu að tilnefna í málefnahópa. Endilega gefið kost á ykkur á ykkar áhugasviði. 
Látum til okkur taka og mótum stefnuna með ÖBÍ.
 
 Verði ykkur allt að sólu kæru félagar.

Guðrún Barbara
ritstjóri fréttabréfsins

Nýrnavænn nestispakki í aðdraganda haustsins

Nú eru börnin að byrja í skóla og þau ykkar sem eru á vinnumarkaði eru líka að byrja eftir langt sumarfrí. Fyrir marga er það dagleg áskorun að finna til nesti, sérstaklega ef á sama tíma skal taka tillit til kalíums, fosfats og próteins.

Eftirfarandi hugmyndir eru fengnar frá Dönsku nýrnasamtökunum og er hægt að hafa þær til hliðsjónar þegar kemur að því að útbúa nesti eða fá sér snarl heima.

Heilkornabrauð
Borðaðu heilkornabrauð, jafnvel þótt þú þurfir að fara varlega með kalíum og fosfat. Heilkorn hefur mörg góð áhrif á heilsuna og hjálpar meðal annars til við að halda maganum gangandi.

Grænt grænmeti
Hægt er að nota grænt grænmeti sem skreytingu á samlokurnar þínar, sem fyllingu í pastasalat eða til að borða með því. Ef þú þarft að spara kalíum getur verið skynsamlegt að spara magn af hráu grænmeti. Til dæmis er hægt að nota afgang af soðnu grænmeti eða skera grænmeti í smærri bita þannig að hlutinn virðist stærri. Smá grænt á matinn getur hjálpað til við að örva matarlystina og láta matinn líta meira aðlaðandi út.

Álegg
Egg og ostur eru oft notuð á brauð, en innihalda einnig eitthvað fosfat. Þetta þýðir ekki að það ætti að sleppa því, heldur að það gæti verið skynsamlegt að hugsa um magnið. Veldu ostinn sem þér líkar best og njóttu ostasamloku. Ef þú velur ost með aðeins meira bragði getur minna magn oft verið nóg. Ferskur ostur, rjómaostur og kotasæla eru þeir ostar sem innihalda minnst fosfat og auðvelt er að nota sem álegg. Flestir geta borðað 2-3 egg á viku og það getur auðveldlega verið á brauðssneið, í samloku eða í salati.
Þú getur líka valið mismunandi tegundir af áleggi, en mundu að athuga hvort fosfati hafi verið bætt við. Það er ekkert fosfat í lífrænu áleggi, E-númerin sem ber að forðast eru: E338, E339, E340, E341, E343, E450, E451, E452. Það getur líka verið langt orð um vöruyfirlýsinguna sem endar á „… fosfat“.

Sífellt fleiri borða einnig belgjurtir sem álegg og hægt er að nota hummus sem auka bragð á sneið af áleggi.

Fiskur
Niðursoðinn fisk eins og túnfisk er auðvelt að geyma í eldhússkápnum, svo að þá er alltaf eitthvað álegg til. Fiskur er einnig hollur og auðvelt er að mæla með honum þegar nýrnastarfsemi er skert.
Marineruð síld inniheldur lítið af kalíum og fosfati en inniheldur mikið prótein. Hún getur geymst lengi í ísskápnum og er auðvelt að mæla með að borða hana.
Ef þú heldur ekki að síld  sé góð í nestisboxið geturðu valið að borða hana þá daga sem maturinn er borðaður heima. 

Ávextir
Ef þú þarft að spara kalíum getur verið skynsamlegt að fylgjast með magni ávaxta. Flestir geta borðað 1 handfylli á hverjum degi og það er hægt að skipta því tvisvar eða skera í bita til að láta þá líta þá líta út í meira magni.
Epli eru  einn af ávöxtunum sem innihelda minnst kalíum svo að þú skalt ekki hika við að velja epli í hádegismatinn.

Þetta eru bara hugmyndir og alltaf er nauðsynlegt að ráðfæra sig við lækninn sinn og næringarráðgjafa Landspítala eða Nýrnafélagsins því að matarræði nýrnasjúklinga er svo persónubundið.

Uppskrift af nýrnavænni langloku

Langloka úr heilhveiti
2 sneiðar af tómötum + 2 sneiðar af agúrku (eða öðru grænu)
1 msk. majónes
Kannski smá chili eða karrý
1-4 sneiðar af áleggi án viðbætts fosfats, t.d. kjúklingur (fer eftir stærð áleggs og hvort þú þarft lítið eða mikið af próteini)

Langlokan er skorin og smurð með majónesi. Hægt að strá chili eða karrý yfir til að gefa smá bragð. Álegg og grænmeti er sett á og langlokan sett saman. Pakkað í matarpappír og tilbúið til að taka með sér..

Stolið og staðfært með góðfúslegu leyfi Dönsku nýrnasamtakanna:)

Gönguhópur Nýrnafélagsins

Við minnum á gönguhóp Nýrnafélagsins sem fer í hverri viku stutta göngu í Laugardal.
Þær eru til skiptis á miðvikudögum og fimmtudögum til að auðvelda þeim sem eru í blóðskilun til að geta komist aðra hverja viku í gönguna.  Næsta ganga verður  fimmtudaginn 24 ágúst og hefst hún eins og alltaf  kl. 17:00. Síðan verður ganga þann 30.ágúst. 
Í september verða þær þann 7. 13. 21. og 27.
Eins og þið sjáið á myndinni þá eru allir velkomnir með.
 

 

Styrktarsjóður Nýrnafélagsins

Nú fer hver að verða síðastur að sækja um í styrktarsjóðinn en umsóknarfrestur rennur út 25. ágúst.
Styrktarsjóður Nýrnafélagsins aðstoðar nýrnasjúka með styrkveitingum vegna sértækra vandamála sem aðrir styrkja ekki. 
Nánari upplýsingar um styrktarsjóðinn má sjá hér
https://nyra.is/um-felagid/styrktarsjodur/ 

Allir sem eru félagar í Nýrnafélaginu og hafa greitt félagsgjald fyrir þetta starfsár eiga rétt á að sækja um. Hér er hægt að sækja um en læknisvottorð verður líka að fylgja: https://nyra.is/um-felagid/umsokn-i-styrktasjod/

www.facebook.com/nyrnafelagid/

www.nyra.is

Útgefandi: Nýrnafélagið, Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Ritstjóri: Guðrún Barbara Tryggvadóttir
Ábyrgðarmaður: Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir
Sími: 5619244

nyra@nyra.is

Opnunartími:
Þriðjudagur og fimmtudagur kl.13:00-16:00
Svarað er í síma félagsins alla daga

Allur réttur áskilin © *|CURRENT_YEAR|* *|LIST:COMPANY|*, 
*|IFNOT:ARCHIVE_PAGE|* *|LIST:DESCRIPTION|*

*|HTML:LIST_ADDRESS_HTML|* *|END:IF|*

Þú getur skráð þig af póstlistanum hér.

*|IF:REWARDS|* *|HTML:REWARDS|* *|END:IF|*