SKILUNARDEILDIN 40 ÁRA

Þann 15. ágúst 2008 voru nákvæmlega fjörtíu ár síðan fyrsta blóðskilunin var framkvæmd á Íslandi. Þeir eru orðnir margir einstaklingarnir sem hafa öðlast lengra líf með því að eiga kost á skilunarmeðferð eftir að nýrun þeirra urðu óstarfhæf. 

Stjórn félagsins fagnaði þessum merka áfanga á skilunardeildinni með þremur tertuboðum – einu fyrir hvern hóp í blóðskilun og þá starfsmenn sem voru á vakt. Þrjár 25 manna, gómsætar marenstertur voru pantaðar frá Reyni bakara og félagar úr stjórn og Tengslahópi skáru terturnar og báru til afmælisgesta.