Nýr bæklingur

Ef nýrun gefa sig
– kynningarbæklingur félagsins endurútgefinn – 

Í sumar hefur kynningarbæklingur félagsins “Ef nýrun gefa sig” verið endurskoðaður. Hann kom út í júlímánuði og hefur nú þegar verið dreift á yfir 80 heilsugæslustöðvar á landinu. Bæklingurinn er yfirgripsmikill og m.a. er í honum greinargóð lýsing á meðferðarúrræðum við nýrnabilun. Einnig er sagt frá Tengslahópi nýrnasjúkra og aðstandenda þeirra. Forsíðuna prýðir mynd af holtasóley og var Hörður Kristinsson grasafræðingur svo vinsamlegur að gefa okkur myndina til birtingar á bæklingnum. Systursamtök félagsins í Danmörku leyfðu fúslega notkun á skýringarmynd af nýrum. Bæklinginn er hægt að skoða undir “Fræðsluefni”. Hafið samband við félagið ef þið óskið eftir að fá bæklinginn sendan.