Reykjavíkurmaraþoni aflýst
Reykjavíkurmaraþonið sem átti að fara fram þann 22. ágúst næstkomandi hefur verið aflýst út af Covid 19 faraldrinum. Nýrnafélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu hlaupurum sem voru búnir að skrá sig til þátttöku fyrir félagið og vonar að þráðurinn verði tekinn upp aftur að ári. Þetta er mikið fjárhagslegt högg fyrir Nýrnafélagið eins og önnur góðgerðafélög sem hafa treyst á þessa styrki en eftirfarandi tilkynning var send út þegar hlaupinu var aflýst: ,,Mikilvægur þáttur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka er Hlaupastyrkur, þar sem þátttakendur safna fyrir góðgerðafélög á Íslandi. Á síðasta ári var sett áheitamet þar sem hlauparar söfnuðu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðarfélaga. Það er afar mikilvægt að leitað verði leiða til að halda söfnuninni áfram og minnka skaðann fyrir góðgerðafélögin og verða kynntar hugmyndir þar um á næstu dögum“.