Heilsuhópur í göngu í Laugardal, 28.7.2020

Alltaf bætist við í hópinn hjá Nýrnafélaginu sem kýs að ganga í góða veðrinu og spjalla saman. Frækinn hópur fór í göngu í gær í blíðskaparveðri. Björn einkaþjálfari fræddi um gildi hreyfingar og Gunnhildur fjölskylduráðgjafi talaði um hvað hreyfing hefur mikið að segja fyrir hana sjálfa. Ferfætlingar eru farnir að blanda sér í hópinn við mikinn fögnuð hinna meðlimana. Ekki fer samt sögum af því hvort að þessi hvutti eigi við einhver nýrnavandamál að stríða.