Reykjavíkurmaraþonið verður með breyttu sniði:)

Ykkar framlag er okkar styrkur – hreyfing bætir flest mein. Nú hlaupa allir þar sem þeim sýnist, þann 22. ágúst, en passa verður upp á löglega 2 m fjarlægð. Söfnunin heldur áfram og allir geta verið með þvi að þátttakan er núna ókeypis. Sjá hér á síðunni Hlaupastyrkur. Skráðu þig til þátttöku, settu inn mynd af þér og hlauptu eða gakktu og fáðu vini og vandamenn til að styrkja þig. Þau ykkar sem ætla ekki að hlaupa fara líka inn á Hlaupastyrk og styðja og hvetja með fjáframlögum þessa glæsilegu hlaupara sem láta ekki einu sinni COVID 19 stoppa sig. Koma svo elskurnar.