Á dögunum birtist í vísindatímaritinu Kidney International grein frá rannsóknarhópi Runólfs Pálssonar og Ólafs Skúla Indriðasonar sem fjallar um algengi langvinns nýrnasjúkdóms á Íslandi. Greinin sem nefnist The prevalence of chronic kidney disease in Iceland according to KDIGO criteria and age-adapted estimated glomerular filtration rate thresholds hefur vakið mikla athygli og fylgdi henni ritstjórnargrein. Fyrsti höfundur greinarinnar er doktorsneminn Arnar Jan Jónsson og er óhætt að segja að þrotlaus vinna hans hafi borið ríkulegan ávöxt.

Sjá greinina hér.