Jafningjastuðningur er fyrir nýrnasjúka, nýragjafa og verðandi nýragjafa og aðstandendur þeirra.
Stuðningurinn fer fram á jafningagrundvelli þar sem sérþjálfaðir aðilar sem eru sjálfir nýragjafar, nýraþegar eða aðstandendur veita stuðninginn.
Þessi jafningjastuðningur hefur það markmið að veita þeim sem veikjast af alvarlegri nýrnabilun og aðstandendum þeirra beinan aðgang að félagsmönnum sem vilja miðla af reynslu sinni. Jafningjastuðningurinn gefur aðilum tækifæri á að tala við fólk sem hefur reynslu af því að veikjast af alvarlegri nýrnabilun og vera í blóðskilun eða kviðskilun. Einnig fólk sem hefur þegið nýra og aðra sem hafa gefið nýra. Einnig eiga aðstandendur kost á að ræða við aðra aðstandendur sem gjarnan vilja miðla af reynslu sinni.
Öll samtöl við félaga í gegnum jafningjastuðninginn eru í trúnaði.
896 6129
nyra@nyra.is