GLÆSILEGUR ÁRANGUR VALDÍSAR

Valdís Arnardóttir lauk hálfmaraþoni sínu í Lúxemborg með miklum glæsibrag – tíminn undir tveimur klukkustundum.Þátttakendur í hlaupinu voru um 10 þúsund og var uppselt í hlaupið. 

Ekki varð árangur Valdísar minni í áheitasöfnuninni en eins og félagar vita hljóp hún til þess að safna fyrir blóðskilunarvél á skilunardeild. Áheit eru enn að berast en síðustu tölur nálgast 600 þúsund krónur. 

Stjórn félagsins er Valdísi þakklát fyrir þetta einstaka framtak og sendir henni og fjölskyldu hennar bestu kveðjur.