Aðalfundur Félags nýrnasjúkra,
haldinn að Hátúni 10, Setrinu, þann 14. maí, 2019
Klukkan 17:00
- Setning fundarins.
Fundur var settur kl. 17.05 af formanni félagsins Birni Magnússyni.
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Fundarstjóri var kosinn Guðrún Barbara Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri félagsins og ritari var kosinn Þuríður Þorbjarnardóttir, ritari félagsins. - Fundarstjóri flutti minningarorð um Hallgrím Viktorsson sem var nýlátinn. Hallgrímur var stjórnarmaður og félagi í Félagi nýrnasjúkra og var hans minnst með mínútu þögn.
- Heiðursgestur aðalfundar var að þessu sinni Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ. Hlé var gert á formlegri fundardagskrá aðalfundar á meðan á heimsókn Þuríðar Hörpu stóð. Hún kynnti helstu baráttumál sín og urðu líflegar umræður í kjölfarið. Guðrún Barbara framkvæmdastjóri hélt kynningu á félaginu fyrir Þuríði Hörpu. Síðan var kaffihlé og eftir það kvaddi Þuríður Harpa og formleg dagskrá aðalfundar hélt áfram.
- Lestur fundargerðar síðasta aðalfundar
Samþykkt var af fundarmönnum að ekki þyrfti að lesa fundargerð síðasta aðalfundar þar sem henni hafði verið dreift meðal fundargesta og fundarmenn gerðu engar athugasemdir við hana. Einnig hafði hún verið sett inn á heimasíðu félagsins þar sem hún er öllum aðgengileg. - Skýrsla stjórnar
Formaður Björn Magnússon las upp skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2018 til 2019 og voru engar athugasemdir gerðar við skýrsluna. - Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram, skýrðir og afgreiddir
Björn Magnússon for yfir ársreikning félagsins en ársreikning hafði verið dreift til fundarmanna, engin athugasemda barst vegna ársreiknings félagsins. - Endurskoðaðir ársreikningar styrktarsjóðsins lagðir fram, skýrðir og afgreiddir
Formaðurinn fór einnig yfir ársreikning styrktarsjóðsins og bárust engar athugasemdir við honum og ársreikningurinn var samþykktur í heild sinni. - Skýrslur starfshópa
Engir starfshópar störfuðu á starfsárinu - Lagabreytingar
Þá var komið að lagabreytingum en stjórnin hafði endurskoðað lögin á starfsárinu og gert tillögur um breytingar, þar á meðal tillögu um nafnabreytingu á félaginu. Tillögur að lagabreytingum höfðu verið sendar út í Fréttabréfinu til kynningar ásamt auglýsingu um aðalfundinn. Lagabreytingarnar voru bornar upp af framkvæmdastjóra sem stjórnaði síðan kosningu um þær og voru þær allar samþykktar. - Kosning stjórnar
Fundarstjóri stjórnaði kosningum til stjórnar, Björn Magnússin formaður félagsins gekk úr stjórn eftir tveggja ára setu sem formaður. Sama gilti um Margréti Haraldsdóttur og Hannes Þórisson. Signý Sæmundsdóttir og Þuríður Þorbjarnardóttir komu í stjórn á síðast ári til tveggja ára og hefja síðara árið sitt núna. Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir var kosinn formaður til tveggja ára. Einnig voru þær Nanna Baldursdóttir og María Dungal kosnar sem meðstjórnendur til tveggja ára.
Varamenn: Magnús Sigurðsson gaf kost á sér sem varamaður áfram, en þar sem hann var búinn að vera varamaður í tvö ár varð hann að fá undanþágu til að mega halda áfram, en hann var kosinn varamaður ásamt Margréti Haraldsdóttur.Stjórn Félags nýrnasjúkra fyrir starfsárið 2019 til 2020 er þá sem hér segir:
Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir formaður, meðstjórnendur Signý Sæmundsdóttir, María Dungal, Nanna Baldursdóttir, Þuríður Þorbjarnardóttir og varamenn eru þau Magnús Sigurðsson og Margrét Haraldsdóttir.
- Þá var Björn Magnússon og Már Jónsson kosnir skoðunarmenn reikninga fyrir næsta starfsár.
- Ákvörðun um árgjald
Stjórn lagði til að árgjald fyrir starfsárið 2018 til 2019 yrði óbreytt, kr. 3.500 fyrir einstakling og kr. 5.500 fyrir fjölskyldu og var það samþykkt. - Önnur mál
Birni Magnússyni og Hannesi Þórissyni var þökkuð vel unnin störf í stjórn félagsins síðustu ár. Minnt var á Reykjavíkur maraþonið en félagið safnar þar áheitum.
Rætt var um að fleiri tekjuleiðir þyrfti fyrir félagið, þar sem léleg innheimta er á árgjöldum félagsins.
Guðni Jónsson félagi í Félagi nýrnasjúkra kom með margar ábendingar um hvað betur mætti fara á skilunardeild Landspítala, ásamt öðrum tillögum og hvernig félagið gæti komið að þessum málum. - Fundi var slitið kl. 19:50
Þuríður Þorbjarnardóttir fundarritari