Aðalfundur Félags nýrnasjúkra
þriðjudaginn 26. apríl 2016 í Hátúni 10
Fundagerð

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins:
• Setning fundarins.
• Kosning fundarstjóra og fundarritara.
• Lestur fundargerðar síðasta aðalfundar.
• Skýrsla stjórnar.
• Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram, skýrðir og afgreiddir.
• Endurskoðaðir ársreikningar styrktarsjóðsins lagðir fram, skýrðir og afgreiddir.
• Skýrslur starfshópa.
• Lagabreytingar.
• Kosning stjórnar.
• Kosning skoðunarmanna reikninga, einn aðalmann og einn varamann.
• Ákvörðun um árgjald.
• Önnur mál.
Hannes Þórisson formaður félagsins setti fundinn kl. 17:30 og lagði til að hann færi með fundastjórn en að Kristín Sæunnar og Sigurðardóttir ritaði fundagerðina. Það var samþykkt.

Hannes las síðan fundagerð síðasta fundar og bað Björn Magnússon um að lesa fyrir sig skýrslu stjórnar (sjá skýrslu stjórnar).

Einar Björnsson las reikninga félagsins. Reikningarnir voru samþykktir og var nokkur ánægja með afkomu félagsins.

Engir starfshópar störfuðu né voru lagðar til lagabreytingar.

Þá var komið að stjórnarkjöri.
Tveir aðalmenn áttu að ganga úr stjórn þeir Björn Magnússon og Hallgrímur Viktorsson. Þeir gáfu báðir kost á sér áfram til næstu tveggja ára og voru kjörnir með lófaklappi.
Kjósa átti um varamann til tveggja ára en Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir gaf ekki kost á sér áfram. Stjórnin tilnefndi Braga Ingólfsson og var hann samþykktur með lófaklappi.

Kjörnir voru tveir skoðunarmenn reikninga. Stjórnin lagði til Má Jónsson og Helgu Jóhönnu Hallgrímsdóttur og voru þau samþykkt með lófaklappi.

Stjórnin lagði til að félagsgjald yrði óbreytt og var það samþykkt einróma.

Rætt var um væntanlega bókaútgáfu. Bókin hefur nú verið þýdd og er ritnefndin að lesa hana yfir og leggja til lagfæringar hér og þar. Þeirri vinnu er ekki enn lokið.

Fyrr um daginn hafði verið haldinn fundur um heilbrigðiskostnað. Nokkur umræða var um þann mikla kostnað sem nú fellur gjarnan á sjúklinga. Sú þróun hefur versnað mikið á síðustu áratugum með sívaxandi álögum á sjúka. Lýstu fundamenn áhyggjum sínum með þessa þróun. Var mikill stuðningur við fría heilbrigðisþjónustu. Einar vildi þó taka fram að það væri trúlega ekki heppilegt að hafa heilbrigðisþjónustuna algjörlega að kostnaðarlausu. Það mundi sennilega leiða til misnotkunar og sóunar. Ekki voru aðrir sammála þessu.

Fundi var slitið kl. 18:15
Kristín