Fréttatilkynning frá stjórn
Það voru hæg heimtökin – ef svo má að orði komast – hjá Hannesi Þórissyni ritara félagsins að afhenda Runólfi Pálssyni yfirlækni og Selmu Maríusdóttur deildarstjóra skjal sem staðfestir að félagið gefur skilunardeild andvirði tveggja blóðskilunarvéla. Hannes er í blóðskilun og kallaði á dögunum Runólf og Selmu að stólnum sínum.
Andvirði annarrar vélarinnar kemur frá Pokasjóði en félagiðsótti um styrk til sjóðsins til kaupa á blóðskilunarvél.
Andvirði hinnar vélarinnar er ein milljón úr styrktarsjóði félagsins í tilefni af 25 ára afmæli félagsins á þessu ári og afgangurinn eru áheit sem Valdís Arnardóttir safnaði með þátttöku sinni í Lúxemborgarmaraþoni fyrir nokkru.