Aðalfundur félagsins 2010
Vel var mætt á aðalfund félagsins sem haldinn var 24. mars sl. Áður en fundurinn hófst var sýnd myndin Ef nýrun gefa sig – fræðslumynd um meðferð nýrnabilunar. Myndina lét félagið framleiða og verður hún sýnd fljótlega í sjónvarpinu. Síðar mun hún einnig verða aðgengileg á heimasíðu félagsins. Það er mikið stórvirki fyrir lítið félag að láta búa til slíka mynd og þar lögðu margir hönd á plóg.
Í myndinni er öllum þáttum meðferðar við nýrnabilun gerð skil – kviðskilun, blóðskilun og ígræðslu nýra bæði með faglegum útskýringum og viðtölum við fólk sem þekkir hverja meðferð fyrir sig. Það er von stjórnarinnar að myndin verði gagnleg öllum þeim sem vilja fræðast um meðferð nýrnabilunar.
Stjórn félagsins skipa nú: Jórunn Sörensen formaður. Aðrir í stjórn eru: Hallgrímur Viktorsson, Jóhanna G. Möller, Ívar Pétur Guðnason, Margrét Haraldsdóttir. Varamenn eru: Magnús Sigurðsson og Lilja Kristjánsdóttir.
Skýrsla stjórnarinnar verður birt á heimasíðu félagsins