Nýtt í starfi félagsins.

Nýlega hóf Lilja Kristjánsdóttir að kalla saman ungt fólk með alvarlegan nýrnasjúkdóm í það sem hún kallar KAFFIHÚSAHITTING. Fundirnir eru óformlegir og þar getur fólk spjallað og deilt reynslu sinni. Þótt ekki sé komin löng reynsla á fundina hafa þeir sannarlega sýnt að þeirra er þörf. Nánari upplýsingar veitir Lilja í síma 899 3151.