Framkvæmdastjóri ráðinn
Kristín Sæunnar- og Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri félagsins í hálft starf. Kristín mun sinna öllum daglegum störfum auk ýmissa sérverkefna í samráði við stjórn.
Kristín er mörgum félagsmönnum að góðu kunn. Hún var fulltrúi félagsins í aðalstjórn ÖBÍ í tvö ár og hefur oft verið fundarstjóri á fundum félagsins.
Stjórn félagsins fagnar þessum mikilvæga áfanga í starfi félagsins og býður Kristínu velkomna til starfa.