Líffæri fyrir lífið
Málþingið LÍFFÆRI FYRIR LÍFIÐ sem var haldið 6. mars 2012 af SÍBS með Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga ásamt Félagi nýrnasjúkra og Félagi lifrarsjúkra tókst einstaklega vel.
Fyrirlesarar voru:
- Runólfur Pálsson yfirlæknir nýrnalæknga á Landspítalanum
- Pål-Dag Line yfirlæknir líffæraflutninga á Háskólasjúkra- húsinu í Oslo
- Troels Normann Mathisen starfsmaður samtaka líffæraþega í Noregi
Í máli bæði Runólfs og Pål-Dag kom fram hve gífurlegur ávinningur það er fyrir þá sem þurfa á ígræddu líffæri að halda sem og samfélagið allt ef lög landsins gera ráð fyrir því að sá sem deyr vilji að líffæri hans séu notuð til lækninga annarrar manneskju.
Pål-Dag lýsti þeirri jákvæðu breytingu sem varð á viðhorfi almennings í Noregi í því að segja JÁ við líffæragjöf eftir að norskum lögum um brottnám líffæra var breytt úr ætlaðri neitun í ætlað samþykki. Ætlað samþykki gerir allar aðstæður miklu léttari bæði fyrir þá starfsmenn sjúkrahúsa sem koma að þessum málum sem og aðstandendur þess sem látinn er.
Samtök líffæraþega í Noregi vinna mikið starf og var einstaklega skemmtilegt og fróðlegt að heyra um það sem samtökin gera til þess að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að segja JÁ við líffæragjöf.
Eftir fyrirlestrana voru fyrirspurnir og umræður og að lokum gengu gestir að glæsilegu kaffihlaðborði.
Fundarstjóri var Inga Lind Karlsdóttir.