Aðalfundur félagsins

Fjölmennur aðalfundur Félags nýrnasjúkra var haldinn á Grand hótel 28. mars 2012. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Góðar umræður voru á fundinum um málefni nýrnasjúkra. Eftir aðalfundinn er stjórnin þannig skipuð: 
Jórunn Sörensen formaður, Hallgrímur Viktorsson, Hannes Þórisson, Margrét Haraldsdóttir, Vilhjálmur Þór Þórisson, Ragheiður Thelma Björnsdóttir, Ursula Irena Karlsdóttir.
Á næsta stjórnarfundi mun stjórnin skipta með sér verkum.

Ályktanir frá aðalfundi: „ætlað samþykki“ við líffæragjafir, blóðskilunardeild á Akureyri.