Aðalfundur Félags nýrnasjúkra 2014
Aðalfundur félagsins verður haldinn 18. mars 2014 kl. 19:30 í kaffistofunni á fyrstu hæð í Hátúni 10 b.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Áhugasamir sem vilja gefa kost á sér til stjórnarstarfa geta haft samband á tölvupóstfang félagsins en nú vantar tvo varamenn í stjórnina.
Að loknum formlegum fundi og léttum veitingum verður fjallað um ýmis málefni kviðskilunarfólks. Sérfróður hjúkrunarfræðingur og sjúklingur stýra umræðunni
Félag nýrnasjúkra vill leggja meiri áherslu á málefni kviðskilunarfólks. Enda erum við á því að sá hópur hafi ekki verið í jafn góðu sambandi við félagið og aðrir. Þess vegna erum við e.t.v. ekki jafn vel upplýst um hvað má helst bæta í málum fólks í kviðskilun. Við viljum því gjarnan heyra frá fólki í kviðskilun og fá upplýsingar um stöðu mála hjá þeim og hvað kæmi þeim best. Við veltum fyrir okkur hvort að hægt sé að halda fræðslufundi, eða að fólk vilji koma saman og ræða sín sérstöku mál. Fyrsta skref í þessu átaki er umfjöllun um kviðskilunarmálefni á aðalfundi félagsins 18. mars n.k. Við hvetjum fólk í kviðskilun til að mæta og ræða málin.