Bréf formanns okkar til Péturs Blöndal

Kæri Pétur. Þetta er gömul [blaða-]grein og þegar þú varst veikur var hámarkið [á greiðluhámarki sjúklinga] laaaangt undir tillögunni eins og þú talaðir svo snilldarlega um í fréttum að væri sanngjörn því það væri þak!!

Ég vona að þú sért kominn yfir veikindi þín EN Værir þú til í að glíma við sjúkdóm alla ævi, missa tækifæri til að vinna og afla þér tekna.. og samtímis þurfa að borga um 120 þús. á ári í lyf, lækniskostnað, myndatökur og fleira… ALLA ÆVI, ALLTAF, ALDREI FRÍ FRÁ ÞESSUM VEIKINDUM, ALDREI TÆKIFÆRI TIL AÐ VINNA ÞÉR INN AUKA..EKKI BARA SMÁ… Allt sem þú hefðir væru þessi 150 þús. sem öryrki fær á mánuði..
Sem dæmi.. fertugur maður nær ca. 80 ára aldri í “GÓÐU” heilbrigðiskerfi eins og á Íslandi og þarf þvi að borga uþb. 5 MILLJÓNIR í ofannefndan kostnað (Barnaskólareikningurinn minn segir mér að 120 þús. x 40 ár gera 4.8 milljónir). Þetta eru ca. ein mánaðarlaun.
Það segir mér aftur að manneskja með í kringum 600 þús. á mánuði (varlega áætlað) ætti að borga í kringum 24 milljónir í lyf, lækniskostnað og það sem því fylgir, yfir 40 ára tímabil..
Kristján Þór Júlíusson, Pétur Blöndal og þið hinir stærðfræðingarnir sem koma að þessu máli…ég spyr;
eruð þið ekki til í að hafa þetta tekjutengt svo það sé eitthvað sanngirni í þessu??!!

Kveðja, Guðrún Þorláksdóttir, formaður Félags nýrnasjúkra

Pétur hefur glímt við krabbamein í þrjú ár – grein