NIÐURBROT Á VELFERÐARKERFI OKKAR

Ályktun stórnar Félags nýrnasjúkra:
Stjórn Félags nýrnasjúkra grátbiður stjórnvöld að stíga ekki fleiri skref í átt að niðurbroti á 
velferðakerfi þjóðarinnar.
Ár frá ári hafa hækkanir á heilbrigðisþjónustu dunið á okkur og skert afkomuna. Gjöld fyrir 
heilbrigðistengda þjónustu hækkuðu á bilinu 4 – 20% í byrjun þessa árs auk þess sem gjaldskrá 
hins opinbera fyrir rannsóknir og sérfræðiþjónustu hækkaði í júlí síðast liðnum. Til að bæta gráu 
ofan á svart er í fjárlagafrumvarpi næsta árs boðaðar enn frekari hækkanir s.s. með hækkun 
viðmiðunarfjárhæða í greiðsluþátttökukerfi lyfja.
Enn á ný á heilbrigðiskostnaður að hækka umtalsvert meira en bæturnar og eru hækkanir 
langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans, en fjármálaráðherra hafði áður lofað að hækkanir 
opinberra gjalda ættu ekki að fara yfir 2,5 % verðbólgumarkmiðið. Nú er mál að linni.
Stjórn Félags nýrnasjúkra biður stjórnvöld að draga til baka allar þær tillögur sem fela í sér 
aukinn kostnað fyrir sjúka og aðra okkar minnstu bræðra. Þess í stað hvetjum við þau til að 
breyta alveg um stefnu og hegða sér eins og góðum höfðingjum sæmir og byggja upp gott 
heilbrigðiskerfi að nýju. Heilbrigðiskerfi fyrir alla þar sem langvarandi eða ævilöng veikindi 
dæma fólk ekki til fátæktar.