Jólafundur

Jólafundur verður haldinn að Hátúni 10, þann 13. desember næstkomandi. Takið daginn frá, þar verður gleði, grín og gaman.

Samráðsþing öllum opið um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Þann 16. febrúar nk. fer fram viðamikið samráðsþing í Hörpu sem öllum er boðið að taka þátt í. Um er að ræða samráðsþing um landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þingið er opið öllum og þátttaka gjaldfrjáls. Gestir skrá þátttöku sína á vefnum, sjá tengil á vef frn.is. Dagskráin fylgir […]

Aðalfundur Nýrnafélagsins verður 11. apríl kl. 17:30

Sigtún 42 Sigrún 42, Reykjavík

Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 4. greín laga félagsins. Allir félagar sem hafa greitt félagsgjald hafa atkvæðarétt. Undir liðnum önnur mál verða tillögur um að stofna hópa og nefndir innan félagsins ræddar. Komið hefur upp sú hugmynd að stofna gönguhóp og hóp félaga sem heimsækir fólk á blóðskilunardeildunum út um allt land. En komið hefur í ljós […]

Réttindaganga 1. maí undir merkjum ÖBÍ, farið verður frá Skólavörðuholti.

Skólavörðuholt Skólavörðuholt, Reykjavík

Kæru félagar. Tökum þátt í réttindagöngunni 1. mai. Farið verður frá Skólavörðuholti og að göngu lokinni munu rútur flytja göngufólk aftur að Skólavörðuholti eða beint að Sigtúni 42 þar sem veglegt kaffihlaðborð bíður okkar. Nýtum samstöðuna, verum áberandi fyrir réttindabaráttu allra langveikra. Gleðilegt sumar.

Námskeið fyrir félaga Nýrnafélagsins á aldrinum 20 til 35 ára, Vertu þú.

Hefst 23. nóvember, kennt á fimmtudögum kl. 19:00-21:00  ÖBÍ réttindasamtök og KVAN bjóða í samstarfi upp á námskeið fyrir félagsfólk aðildafélaga ÖBÍ. Á námskeiðinu geta þátttakendur öðlast verkfæri til að auka sjálfstraust, læra markvissa markmiðasetningu, áhrifarík samskipti og að nýta styrkleika sína. ÖBÍ greiðir fyrir félaga í Nýrnafélaginu Skráningargjald kr. 2.500 Nánari upplýsingar hjá Nýrnafélaginu […]