Stjórnarfundur

Stjórnarfundur verður haldinn þriðjudaginn 15. nóvember að Hatúni 10 og á Teams, klukkan 17:15. Aðeins fyrir stjórn Nýrnafélagsins.

Spjallfundur fyrir maka nýrnasjúkra 22. nóvember kl. 17:00, að Hátúni 10

Hátún 10 Hátún 10, Reykjavík

Nú ætlar Nýrnafélagið að taka aftur upp spjallfundina um hin ýmsu málefni hverju sinni. Þessi fundur verður helgaður mökum nýrnasjúkra og er vettvangurinn ætlaður til að makar nýrnasjúkra geti borið saman sína líðan, reynslu og upplifanir. Allir velkomnir.

Málþing heilbrigðishóps ÖBÍ um aukagjöld í heilbrigðisþjónustu á Grand hótel

Markmiðið með málþinginu er að draga fram raunverulega stöðu heilbrigðisþjónustu. Hún hefur lengi einkennst af samningsleysi við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara. Það veldur því að einstaklingar neyðast til að standa straum af töluverðum kostnaði vegna aukagjalda og -kostnaðar og biðlistar hafa lengst. Drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar: https://fb.me/e/2VLNBCoDr Ávarp heilbrigðisráðherra Sjúkratryggingar Íslands Læknafélag Reykjavíkur […]