Við fórum til forseta Alþingis og hvöttum þingmenn

Við fórum til forseta Alþingis og hvöttum þingmenn til að afgreiða frumvarpið um ætlað samþykki við líffæragjöf . Afhendingin var kl. 13.10 þann 20. október á norrænum líffæragjafadegi, (það er of langt í sér-íslenskan líffæragjafadag 29. janúar) formenn félaganna og samtakanna  afhentu forseta Alþingis áskorun eða hvatningu um að afgreiða frumvarpið um ætlað samþykki á núverandi þingi. Skjalið er undirritað af formönnum félaga og samtaka, og með merkjum þeirra.Þau félög og samtök sem taka þátt eru: Hjartaheill, Félag nýrnasjúkra, Félag lifrarsjúkra, Samtök lungnasjúklinga, Samtök sykursjúkra, Annað líf og SÍBS 
Áskorinin hljóðaði þannig:
Fyrir hönd neðangreindra félaga og samtaka fögnum við fram komnu lagafrumvarpi um brottnám líffæra, 170. mál, og hvetjum til samþykktar þess á yfirstandandi þingi.
Ætlað samþykki við líffæragjöf gerir nálgunina við vandmeðfarið mál jákvæðari á erfiðri stundu við dánarbeð og eykur líkur á líffæragjöf. Ætlað samþykki felur í sér aukna möguleika á bættum lífsgæðum fyrir þá sem þurfa á líffæragjöf að halda og getur bjargað mannslífum.Það er mikilvægt að frumvarpið fái skjóta og góða afgreiðslu á Alþingi og hvetjum við þingmenn til að veita málinu stuðning sinn þannig að svo megi verða.
Ríkisútvarpið sendi fréttamann og myndatökumann. 
Sjá hér: Frétt RUV af málinu