Söfnun meðal hlaupara fyrir Nýrnafélagið

Margir ætla að hlaupa fyrir félagið á eigin vegum til að safna fyrir það. Söfnunin gengur vonum framar miðað við aðstæðurnar í þjóðfélaginu og vill stjórn félagsins senda þakkir til allra þeirra sem leggja hönd á plóginn. Heilsuhópur Nýrnafélagsins lætur sitt ekki eftir liggja og gengur á hverjum þriðjudegi eins og meðfylgjandi mynd sýnir bæði í sól og regni með 2 metra á milli.

Munum að hreyfing bætir mörg mein og styrkur Nýrnafélagsins er samstaða, sérstaklega á svona tímum.