Runólfur Pálsson yfirlæknir fimmtugur

Runólfur Pálsson yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítalanum var fimmtugur 25. desember 2009. Að því tilefni bað stjórn Félags nýrnasjúkra Gunnar Karlsson skopmyndateiknara að teikna mynd af honum. Runólfi var síðan færð myndin á milli jóla og nýárs með innilegum hamingjuóskum með afmælið og þökk fyrir traust samstarf.