Reykjavíkurmaraþon verður 22. ágúst!!!

Reykjavíkurmaraþon verður laugadaginn 22. ágúst. Nú eru hlauparar að gera sig klára fyrir loka undirbúninginn. Við hvetjum alla til að styðja og styrkja þá sem hlaupa fyrir Félag nýrnasjúkra.

Markmið Félags nýrnasjúkra er að styðja og styrkja nýrnasjúka og aðstandendur þeirra með ráðum og dáð. Meðal annars með því að gefa tæki á skilunardeild Landspítalans.Engin meðferð er til sem læknar skemmd og óstarfhæf nýru. Blóðskilun er mikilvæg meðferð við nýrnabilun á lokastigi. Sá sem er í slíkri meðferð þarf að mæta í skilun þrisvar í viku og tekur meðferðin 4-5 klukkustundir í senn. Nú eru um 70 manns í blóðskilun. Þessi þjónusta hefur einungis verið í boði hér á landi á Landspítalanum við Hringbraut, en er nú loksins í boði utan Reykjavíkur á Selfossi, á Akureyri og Neskaupsstað. Þetta má meðal annarra þakka þeim sem hlupu í fyrra og auðvitað þeim er hétu á þá. Félagið stendur áfram fast í fæturnar í baráttu sinni fyrir hagsmunum nýrnasjúkra. Því er stuðningurinn áfram mjög mikilvægur og vel þeginn.

Hér er hægt að sjá allt það góða fólk sem hleypur til styrktar fyrir Félag nýrnasjúkra
http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/670387-1279

Munið bara að skruna niður alla síðuna til að sjá alla hlauparana.