Mikilvægi þess að tilkynna aukaverkanir lyfja
Félagið hefur verið beðið um að dreifa eftirfarandi bréfi:
Sæl öll,
Um þessar mundir tekur Lyfjastofnun þátt í sam-evrópsku átaki um að vekja athygli almennings og heilbrigðisstarfsfólks á mikilvægi þess að tilkynna aukaverkanir af völdum lyfja til lyfjayfirvalda.
Meginskilaboðin eru: Aukaverkanatilkynningar auka öryggi lyfja og með því að tilkynna getur þú hjálpað sjálfum þér og öðrum sem þurfa á lyfjameðferð að halda.
Við leitum nú til ykkar í þeirri von um að þið getið hjálpað okkur að dreifa boðskapnum, t.d. á vef ykkar, samfélagsmiðlum eða með tölvupósti eða á innra neti.
-Facebook-síða Lyfjastofnunar: http://www.facebook.com/lyfjastofnun/
-Lyfjastofnun á Twitter: http://twitter.com/Lyfjastofnun
-Myndband okkar á Youtube um aukaverkanatilkynningar: http://bit.ly/2eED6gf
-Góð ráð á vef okkar um hvernig á að tilkynna aukaverkanir: http://bit.ly/2ewd8Zb
Út þessa viku munum við deila efni sem tengist aukaverkanatilkynningum á Facebook og Twitter. Ef þið getið og viljið hjálpa okkur að dreifa boðskapnum fyrir aukið öryggi lyfja yrðum við ykkur þakklát.
Ykkur er velkomið að hafa samband við mig ef það vakna spurningar varðandi þetta.
Bestu kveðjur,
Jana Rós Reynisdóttir, BSc Business
Deildarstjóri upplýsingadeildar
Head of Information Sector
Lyfjastofnun / Icelandic Medicines Agency
Vínlandsleið 14, IS-113 Reykjavík
Ísland / Iceland
Sími / Tel: +354 520 2100
Bréfasími / Fax: +354 561 2170
www.lyfjastofnun.is
Umhverfisvernd – ekki prenta þennan tölvupóst að óþörfu / Please don’t print this e-mail unless you really need to
Ábyrgð þín á tölvupósti / Your e-mail responsibilities: www.lyfjastofnun.is