JÓLIN KOMA!

Sameiginlegur jólafundur Samtaka sykursjúkra og Félags nýrnasjúkra verður haldinn fimmtudaginn 1.desember næstkomandi kl.20 á Grand Hótel, í sal sem heitir Gullteigur B.

Dagskrá:
Hugvekja, Jóhann Björnsson formaður Siðmenntar
Upplestur, Davíð L Sigurðsson les úr nýútkominni bók sinni „Ljósin á Dettifossi“
Tónlist, Mjöll Hólm og félagar halda uppi fjörinu

Kaffiveitingar

Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti, eigum saman huggulega stund í aðdraganda jólanna.

Jólin koma