Leitin að nýju nýra, seinni þátturinn á RÚV
Seinni þátturinn um leitina að nýju nýra var sýndur á RÚV 11. ágúst. Sjá hér: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/leitin-ad-nyju-nyra/31542/9cprb2
Þátturinn fjallar um nýrakrossgjafir og nýja möguleika sem eru fyrir hendi en jafnframt spurninguna um hver á að borga? Er það hagkvæmara að hafa fólk í skilun í mörg ár með litlum lífsgæðum eða að senda það til annarra landa í dýra aðgerð? Aðgerðin getur skilað viðkomandi einstakling út í lífið aftur sem fullgildum þjóðfélagsþegn með endurheimt lífsgæði sem getur séð fyrir sér og borgað samfélaginu
til baka.
Þetta er margslungin læknisfræðileg og siðferðileg umræða sem taka þarf upp hér á landi sem og annars staðar