Kæri félagi, komdu í 30 ára afmælið

Kæri félagi, við bjóðum þér í afmælið Sunnudaginn 30. október kl. 14: 30 fagnar Félag nýrnasjúkra 30 ára afmæli sínu í sal á fyrstu hæð í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12. Gengið er inn frá suðurhliðinni.
Við gerum okkur dagamun, góðar kökur, tvö fróðleg erindi sem varða alla nýrnasjúka. Annars vegar um þá þjónustu sem nýrnasjúkum býðst Ólafur Skúli mun fræða okkur um það og hins vegar erlendur gestur Per Áke Zillen sem upplýsir okkur um hvernig draga má úr framvindu nýrnabilunar. Mætum öll og tökum með okkur gesti. 
Við fræðumst og gleðjumst saman.    
Stjórnin