Jólagleði félagsins
Jólagleði félagsins var haldin síðdegis sunnudaginn 6. desember.Stórt lifandi jólatré stóð tilbúið í salnum þegar gestirnir mættu og börnin skreyttu það. Jólasveinar komu í heimsókn og sungu með börnunum. Hans Guðberg Alfreðsson prestur flutti hugvekju. Nóg var af góðu meðlæti með kaffinu og gestir áttu notalega stund saman.
Þegar jólagleði félagsins var lokið var tréð flutt niður í setustofu heimilisfólks í Hátúni þar sem það sómdi sér vel fram yfir jól.