Heiðursfélagi og fyrsti formaður látin
Hún Dagfríður H. Halldórsdóttir fyrsti formaður Félags nýrnasjúkra er látin. Hún fæddist 29. apríl 1946 og lést 31. júlí 2015. útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 13:00.
Hannes Þórisson formaður sendi nokkur minningarorð í Morgunblaðið:
Kveðja frá Félagi nýrnasjúkra
Í dag kveðjum við Heiðursfélaga okkar Dagfríði H. Halldórsdóttur. Hún var ein af stofnendum Félags nýrnasjúkra 1986 og fyrsti formaður þess. Hún sinnti formenskunni í á annan áratug. Dagfríður kom einnig að stofnun Þjónustuseturs líknafélaga, en þannig leystust húsnæðismál margra félaga sem sinna líknarmálum. Þar var hún í fyrstu stjórninni. Það er ómetanlegt fyrir félög að hafa félagsmenn sem tilbúnir eru að sinna stjórnunarstörfum í sjálfboðavinnu og fórna þannig tíma sínum og kröftum í þágu annarra. Við þökkum mikilvæg störf Dagfríðar fyrir félagið og vottum Pétri og fjölskyldunni dýpstu samúðar.
Hannes Þórisson formaður.