Gjöf fyrir deild 13E á Landspítala

Stjórn Félags nýrnasjúkra hefur ákveðið að leggja kr. 600.000.- til kaupa á þvagblöðruskanna fyrir Meltingar- og nýrnadeild 13E á Landspítala. Deildina hefur bráðvantað þetta tæki en aðeins er til eitt slíkt tæki á spítalanum og þarf stöðugt að fá það að láni. Við vonumst til að tækið verði komið til notkunar sem fyrst.