Aðalfundur Nýrnafélagsins .
Haldinn í Setrinu Hátúni 10 , þann 12. Mai ,2020. Kl. 18 15.
Fundargerð
- Setning fundar
Fundur settur kl. 18 20 af formanni félagsins Helgu Jóhönnu Hallgrímsdóttur. - Kostning fundarstjóra og ritara
Fundarstjóri var kosinn Guðrún Barbara Tryggvadóttir framkvæmdarstjóri félagsins og ritari var kosinn Signý Sæmundsdóttir varaformaður félagsins.
- Skýrsla stjórnar
Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið
2019-2020. Tvær leiðréttingar voru gerðar 1. Bæta inn í að heimsóknir á skilunardeildina
Á Neskaupsstað var gerð . 2. Magnús Sigurðsson er varamaður í stjórn
( ekki stjórnarmaður ). - Endurskoðaður ársreikningur félagsins
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og afgreiddir. Bragi Ingólfsson fór yfir reikningana og
skýrði þá . Reikningunum var dreyft til fundarmanna , athugasemdir voru gerðar við
einstaka liði og skýrði fundarstjóri þá. - Endurskoðaðir ársreikningar styrktarsjóðsins
Bragi Ingólfsson fór yfir þá og skýrði og voru engar athugasemdir gerðar og voru þeir
samþykktir. - Skýrsla starfshópa
Engir starfshópar starfandi - Lagabreytingar
Engar lagabreytingar - Kosning stjórnar
Fundarstjóri stjórnaði kosningunum. Þuríður Þorbjarnardóttir gekk úr stjórn eftir tveggja
ára setu sem meðstjórnandi. Einnig gekk Nanna Baldursdóttir meðstjórnandi úr stjórn.
Ný stjórn var kosin fyrir starfsárið 2020 – 2021 og er sem hér segir:
Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir formaður
María Dungal
Signý Sæmundsdóttir meðstjórnandi ( kosin til tveggja ára með undanþágu)
Sigríður Ragna Jónasdóttir meðstjórnandi
Gísli Steinn Pétursson meðstjórnandi Varamenn eru þau: Magnús Sigurðsson og Margrét Haraldsdóttir. - Kosning tveggja Skoðanarmanna reikninga
Bragi Ingólfsson og Nanna Baldursdóttir voru kosin skoðunarmenn reikninga. - Ákvörðun um árgjald
Stjórnin lagði til að árgjaldið fyrir einstaklinga myndi hækka frá 3500 upp í 4000 kr.
og fyrir fjölskyldur hækka frá 5500 upp í 6000 kr. á árinu og var það samþykkt einróma. - Önnur mál
Helga J. Hallgrímsdóttir formaður heiðraði þær Þuríði og Nönnu með blómvendi og
þakkaði þeim vel unnin störf í stjórninni. - Fundarstjóri þakkaði fyrir góðan fund og formaður sleit fundi formlega kl. 19 15.
Signý Sæmundsdóttir fundarritari.