Aðalfundur Nýrnafélagsins .
Haldinn í Setrinu Hátúni 10 , þann 12. Mai ,2020. Kl. 18 15.
Fundargerð

  1. Setning fundar
    Fundur settur kl. 18 20 af formanni félagsins Helgu Jóhönnu Hallgrímsdóttur.
  2. Kostning fundarstjóra og ritara
    Fundarstjóri var kosinn Guðrún Barbara Tryggvadóttir framkvæmdarstjóri félagsins og ritari var kosinn Signý Sæmundsdóttir varaformaður félagsins.
  1. Skýrsla stjórnar
    Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið
    2019-2020. Tvær leiðréttingar voru gerðar 1. Bæta inn í að heimsóknir á skilunardeildina
    Á Neskaupsstað var gerð . 2. Magnús Sigurðsson er varamaður í stjórn
    ( ekki stjórnarmaður ).
  2. Endurskoðaður ársreikningur félagsins
    Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og afgreiddir. Bragi Ingólfsson fór yfir reikningana og
    skýrði þá . Reikningunum var dreyft til fundarmanna , athugasemdir voru gerðar við
    einstaka liði og skýrði fundarstjóri þá.
  3. Endurskoðaðir ársreikningar styrktarsjóðsins
    Bragi Ingólfsson fór yfir þá og skýrði og voru engar athugasemdir gerðar og voru þeir
    samþykktir.
  4. Skýrsla starfshópa
    Engir starfshópar starfandi
  5. Lagabreytingar
    Engar lagabreytingar
  6. Kosning stjórnar
    Fundarstjóri stjórnaði kosningunum. Þuríður Þorbjarnardóttir gekk úr stjórn eftir tveggja
    ára setu sem meðstjórnandi. Einnig gekk Nanna Baldursdóttir meðstjórnandi úr stjórn.
    Ný stjórn var kosin fyrir starfsárið 2020 – 2021 og er sem hér segir:
    Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir formaður
    María Dungal
    Signý Sæmundsdóttir meðstjórnandi ( kosin til tveggja ára með undanþágu)
    Sigríður Ragna Jónasdóttir meðstjórnandi
    Gísli Steinn Pétursson meðstjórnandi Varamenn eru þau: Magnús Sigurðsson og Margrét Haraldsdóttir.
  7. Kosning tveggja Skoðanarmanna reikninga
    Bragi Ingólfsson og Nanna Baldursdóttir voru kosin skoðunarmenn reikninga.
  8. Ákvörðun um árgjald
    Stjórnin lagði til að árgjaldið fyrir einstaklinga myndi hækka frá 3500 upp í 4000 kr.
    og fyrir fjölskyldur hækka frá 5500 upp í 6000 kr. á árinu og var það samþykkt einróma.
  9. Önnur mál
    Helga J. Hallgrímsdóttir formaður heiðraði þær Þuríði og Nönnu með blómvendi og
    þakkaði þeim vel unnin störf í stjórninni.
  10. Fundarstjóri þakkaði fyrir góðan fund og formaður sleit fundi formlega kl. 19 15.

Signý Sæmundsdóttir fundarritari.