Bylting fyrir fólk í blóðskilun

Fyrir nokkru gaf Félag nýrnasjúkra skilunardeild Landspítalans ómtæki/æðaskanna. Það er mikið framfaraspor fyrir deildina að hafa slíkt tæki en með því er hægt að sjá legu fistilst (æðaaðgengis) sem gerir stungur í fistilinn léttari bæði fyrir hjúkrunarfræðing og sjúkling. 

Sumarið 2011 gáfu ástvinir Eddu Svavars frá Vestmannaeyjum félaginu tveggja miljóna króna gjöf til minningar um Eddu en hún var einn af stofnendum Félags nýrnasjúkra. Þegar þessi rausnarlega gjöf barst félaginu var ákveðið að hún skyldi notuð til tækjakaup fyrir skilunardeild. Ákveðið var að kaupa ómtæki. Til þess að svo mætti verða þurfti enn að afla talsverðrar fjárhæðar og hratt félagið þessvegna af stað söfnun. Leitað var til ýmissa félagasamtaka auk þess sem allt áheitafé úr Reykjavíkurmaraþoni rann til söfnunarinnar. Söfnunin gekk svo vel að ómtækið var afhent skilunardeild 6. desember 2012.

Stjórn Félags nýrnasjúkra