Aðalfundur félagsins 2013

Aðalfundur Félags nýrnasjúkra var haldinn 13. mars s.l. Starf félagsins var fjölbreytt á síðasta ári og má lesa skýrslu stjórnar hér á síðunni. Jórunn Sörensen gaf ekki kost á sér til frekari formennsku og var Guðrún Þorláksdóttir kjörin í hennar stað, en formaður er kjörinn sérstaklega. Félagsmenn buðu Guðrúnu velkomna til starfa og óskuðu henni velfarnaðar. Hannes og Margrét áttu að ganga úr stjórn og gáfu kost á sér áfram. Björn Magnússon var kjörinn nýr í varastjórn. Stjórnin er þá þannig skipuð:

Guðrún Þorláksdóttir formaður 
Hallgrímur Viktorsson
Hannes Þórisson
Margrét Haraldsdóttir
Vilhjálmur Þór Þórisson
Björn Magnússon
Ursula Irena Karlsdóttir

Stjórnin mun síðan skipta með sér verkum.

Jórunni  voru þökkuð ómetanleg og óeigingjörn störf fyrir félagið. Jórunnar hefur verið félaginu óviðjafnanlegur formaður sem mörg félög hafa öfundað okkur af. Ótrúlega dugleg, ósérhlífin og fylgin sér. Það tæki langan tíma að telja upp allt það sem hún hefur afrekað í nafni félgsins eða unnið fyrir þess hönd.Að loknum formlegum aðalfundi og kaffiveitingum héldu læknarnir Runólfur Pálsson yfirlæknir nýrnalækninga og Viðar Eðvarðsson sérfræðingur í nýrnasjúkdómum barna fróðleg erindi um þjónustu Landsspítalans fyrir nýrnasjúka, fullorðna og börn. Við vorum mun fróðari eftir þetta kvöld.